Sjálf­stæðis­flokk­ur og Pírat­ar hefðu meiri­hluta á Alþingi ef gengið yrði til kosninga um þessar mundir ef marka má niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Háskóla Íslands. Samkvæmt henni mælist fylgi Sjálf­stæðis­flokks nú 28,2% og fylgi Pírata 25,8% eða sam­an­lagt 54%. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.

Niðurstöðurnar eru  ögn frábrugðnar niðurstöðu könn­unar Gallup sem framkvæmd var sl. mánaðamót en þá sögðust 26,6% kjósa Pírata ef gengið væri til kosn­inga nú og rúm 27% Sjálf­stæðis­flokk.

Stuðning­ur við VG í könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar mæl­ist 18,9%, en flokkurinn virðist vera í mikilli sókn þessa dagana. 8,9% segj­ast styðja Sam­fylk­ingu og 8,2% Fram­sókn­ar­flokk. Þá sögðust 4,4% vilja kjósa Bjarta Framtíð og 3,5% Viðreisn.

Könnunin var framkvæmd fyrir síðustu helgi og var haft samband yfir netið við 2.003 manns. Svör bárust frá 47% þeirra sem voru í úrtakinu eða 937.