Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup kemur í ljós að fylgi við Vinstri græna dalar nokkuð frá síðustu könnun, eða um 3 prósentustig. Myndu 21% kjósenda greiða flokknum atkvæði ef gengið væri til kosninga í dag, en Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur og fengi 27% fylgi.

Eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins um 1 prósentustig frá síðustu könnun, en þó er tekið fram að breytingin er of lítil til að vera marktæk. 80,9% aðspurðra svöruðu könnuninni, en 10,2% neituðu að svara og 8,9% sögðust ekki ætla að kjósa. Nefndu næstum 2% af þeim sem völdu aðra flokka Dögun.

Að öðru leyti skiptist fylgið í könnuninni sem gerð var dagana 15. júní til 2. júlí þannig:

  • Sjálfstæðisflokkurinn - 27%
  • Vinstri græn - 21,5%
  • Píratar - 14,2%
  • Framsóknarflokkurinn 11,3%
  • Samfylkingin - 9,2%
  • Viðreisn - 5,6%
  • Flokkur fólksins - 3,8%
  • Björt framtíð - 3,3%
  • Aðrir flokkar/framboð - 3,7%

Þeir sem sögðust styðja ríkisstjórnina eru 36,5%, sem er eilítið færri en þau 36,4% sem studdu flokkana sem að henni standa.