Samkvæmt vinnumarkaðslögmálum má ætla að samhengi sé á milli framboðs og eftirspurnar eftir þeim sem menntaðir eru í hverju fagi og þeirra launa sem þeir fá fyrir störf sín. Erfitt getur reynst að skoða launaþróun hjá ólíkum starfsstéttum nema þá helst hjá þeim sem starfa fyrir hið opinbera.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur reglulega framkvæmt launakönnun meðal sinna félagsmanna síðan árið 1997. Athyglisvert er að skoða launaþróun stéttarinnar þó ekki megi líta á það nema sem vísbendingu enda ekki leiðrétt fyrir verðlagsþróun sem breytt getur myndinni töluvert. Frá árinu 1997 og fram til ársins 2011 hafa laun félagsmanna ríflega tvöfaldast, í krónum talið, úr 260 þúsund krónum á mánuði í 604 þúsund krónur á mánuði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.