Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, telur fyllilega raunhæft að Ísland verði aðildarríki á undan Króatíu.

Forsætisráðherra Finna varpaði því fram í gær að Ísland fengi flýtimeðferð sem gæti gert landið að aðildarríki á 6 til 18 mánuðum.

„Aðildarviðræður við Ísland verða einstakar í sögu ESB vegna þess að við höfum þegar tekið yfir stóran hluta málaflokka og löggjafar ESB. Af 31 einum málaflokkum sem fjallað er um í aðildarviðræðunum verður hægt að loka 21 á fyrstu vikunum og 9 til viðbótar á mjög skömmum tíma," sagði Aðalsteinn.