Auka þarf raforkuframleiðslu um 650 megavött eða ígildi Kárahnjúkavirkjunar – sem samsvarar fjórðungsaukningu frá núverandi kerfi – til að standa undir fullum orkuskiptum á láði og legi. Þetta kemur fram í greiningu Samorku og Eflu sem birt var á ársfundi Samorku um miðjan mars.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir Ísland þegar mjög framarlega hvað orkuskipti – eitt stærsta mál heimsbyggðarinnar í dag – varðar, enda felist þau í að skipta bensíni, dísilolíu, gasi og olíu út fyrir græna orkugjafa.

„Við erum ekki með gas og olíu, en við erum með bensín og dísil, og það er stórt verkefni að skipta þeim út þó svo að það sé farið að ganga prýðilega með heimilisbílinn.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði