John Stumpf, bankastjóri Wells Fargo, fyrirgerir rétti sínum til bónusa upp á 41 milljón dala, eða að jafnvirði 4,6 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í kjölfar skandamáls sem skekur bankann.

Eins og áður hefur komið frá þá tengist málið því að bankinn opnaði um tvær milljónir bankareikninga, án vitundar viðskiptavina sinna. Þetta mál er til rannsóknar eins og sakir standa. Á meðan rannsókn málsins stendur fær forstjórinn Stumpf ekki greidd laun.

Stumpf hefur verið hvattur til að segja af sér, meðal annars af bandaríska þingmanninum Elizabeth Warren, og þarf  að sitja undir svörum hjá bankanefnd bandaríska þingsins á fimmtudaginn. Nú þegar hafa 5.000 starfsmönnum bankans verið sagt upp störfum ásamt því að bankinn verði sektaður um 185 milljónir Bandaríkjadala.

Ítarlega frétt um málið má finna á vef Reuters .