*

sunnudagur, 29. mars 2020
Innlent 23. febrúar 2020 09:23

Fyrirhuga sektir vegna skjölunar

Hámark sektarheimildar vegna ófullnægjandi skjölunar við milliverðlagningu lækkaði er frumvarpið var lagt fram á Alþingi.

Jóhann Óli Eiðsson
Haraldur Guðjónsson

Sektarhámark ríkisskattstjóra vegna ófullnægjandi skjölunar vegna milliverðlagningar tók lækkunum í samráðsferli frumvarps um efnið. Frumvarp um efnið var lagt fram á Alþingi í fyrradag. Athugasemda skattrannsóknarstjóra (SRS) um vandkvæði tengdum skyldum Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) er ekki getið í frumvarpinu.

Samkvæmt tekjuskattslögum er lögaðili skjölunarskyldur vegna viðskipta við tengda erlenda lögaðila. Í því felst að lögaðila ber að skrá upplýsingar um eðli og umfang viðskipta við tengda lögaðila, eðli tengsla og grundvöll ákvörðunar milliverðs. Skyldan stofnast ef rekstrartekjur reikningsárs eða eignir í upphafi eða lok árs eru yfir milljarði króna.

Frumvarpsdrög voru kynnt í Samráðsgátt undir lok síðasta árs. Það kemur fram að skjölunarskyldan verði útvíkkuð þannig að hún nái einnig til viðskipta við fastar starfsstöðvar framteljanda. Þá fól það í sér heimild Skattsins til að leggja á stjórnvaldssekt, allt að fjórar milljónir króna, fyrir hvert reikningsár sem skjölunarskylda telst ekki fullnægjandi að mati stofnunarinnar. Heimilt var að lækka sektina ef úr annmörkum yrði bætt innan mánaðar frá úrskurði. Við samningu frumvarpsins var hliðsjón höfð af sambærilegum ákvæðum á öðrum Norðurlöndum.

Milljarðar tapist vegna milliverðlagningar

Samkvæmt niðurstöðum starfshóps um milliverðlagningu og faktúrufölsun, sem skilaði úttekt árið 2017, er áætlað að tekjutap ríkissjóðs vegna óeðlilegrar milliverðlagningar sé allt að sex milljarðar króna. Var talið mikilvægt að efla eftirlit með milliverðlagningu vegna þessa. Frumvarpið nú er liður í því en hingað til hefur Skattinn skort úrræði til að ýta á eftir því að skjölunarskyldu sé fylgt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér