Small Business branding er fyrirlestrardagur sem haldinn verður í Bláa lóninu 6. september næstkomandi. Þar koma saman fyrirlesarar sem eru allir með einstaka sögu að baki og eru þekktir á sínu sviði víða um Evrópu og jafnvel víða, segir Rúna Magnúsdóttir hjá Brandit.

„Við ákváðum að fá til liðs við okkur einvala lið fyrirlesara, bæði innlenda sem erlenda, sem gætu gefið skarpa sýn inn í níu mismunandi svið fyrirtækjarekstursins í dag. Hvort sem það er að skerpa á framtíðarsýninni, ákveða hver er rétti samfélagsmiðillinn eða endurskoða viðskiptaáætlunina með nýjum og árangursríkum leiðum.“ Meðal fyrirlesara má nefna Dr. Andrea Pennington sem fór úr því að vera þekktur sjónvarpslæknir yfir í það að hjálpa fyrirtækjum að nota fjölmiðlatil að koma sér og vörunni sinni á framfæri.“