*

mánudagur, 1. mars 2021
Innlent 18. janúar 2018 14:14

Fyrirmyndarfyrirtæki - Tíu efstu

Samherji, Icelandair Group og Félagsbústaðir eru efst á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri.

Ritstjórn

Viðskiptablaðið og Keldan eru nú í samtarfi um val á fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri. Í heildina komast ríflega 850 fyrirtæki á listann eða um 2% fyrirtækja landsins.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi og uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárinu. Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónum og eiginfjárhlutfallið þarf að hafa verið yfir 20%. Auk þessa er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Eftirfarandi fyrirtæki eru í tíu efstu sætum listans, en öll flokkast þau sem stór fyrirtæki. Samkvæmt heildarlistanum er sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hf. í fyrsta sæti yfir Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2017. Þrjú þeirra starfa í sjávarútvegi, eitt í ferðaiðnaði, þrjú á fasteignamarkaði, tvö í hátækni og eitt í verslun.

  1. Samherji hf.
  2. Icelandair Group hf.
  3. Félagsbústaðir hf.
  4. Marel hf.
  5. Össur hf.
  6. Síldarvinnslan hf.
  7. Reginn hf.
  8. Hagar hf.
  9. Eik fasteignafélag hf.
  10. HB Grandi hf.

Nánar er fjallað um málið í Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, fylgiriti Viðskiptablaðsins sem unnið var í samstarfi við Kelduna. Blaðið er opið öllum og er hægt að nálgast pdf-útgáfu hér.