*

laugardagur, 7. desember 2019
Staðreyndavogin 10. október 2016 11:31

Staðreyndavogin: Ójöfnuður á Íslandi

Tekjujöfnuður eftir skatta er mestur á Íslandi af ríkjum OECD, var það í tíð síðustu ríkisstjórnar og er enn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kosningaþáttur RÚV um efnahagsmál þann 4. október 2016:

Spurning þáttastjórnenda: „Hversu mikið á hið opinbera að grípa inn í til að jafna kjör landsmanna?“

Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænir (32 mín.):

„Það snýr líka að því að jafna kjörin (innsk. Veiðigjöld) einhvern veginn ætlum við að fjármagna skólakerfið og heilbrigðiskerfið og þeim mun minna sem eigendur kvótans borga, þeim mun minna sem auðugustu fjölskyldunnar borga….þeim mun þyngri verði byrðirnar á öðrum. Við viljum nota skattkerfið bæði til skilvirkar tekjuöflunar en líka til þess að jafna kjörin og dreifa byrðunum með sanngjörnum hætti.“

 

Hið rétta er að tekjujöfnuður eftir skatta er mestur á Íslandi af ríkjum OECD, var það í tíð síðustu ríkisstjórnar og er enn. Samkvæmt Gini stuðlinum sem notaður er til að mæla tekjudreifingu hefur heldur dregist saman með tekjuháum og tekjulágum síðastliðin ár og var stuðullinn 0,4 lægri (meiri jöfnuðuðr) árið 2015 en við lok síðasta kjörtímabils.

Heimildir: OECD og Hagstofa Íslands, tekið er nýjasta gildi fyrir hvert ríki (2013 eða 2014) en gildið fyrir Ísland er 2013 og 2015.

Fram að Alþingiskosningum þann 29. október næstkomandi mun Viðskiptablaðið vega og meta ummæli sem frambjóðendur flokkanna láta falla á opinberum vettvangi. Ummælin verða sannreynd og niðurstaðan birt. Þessi liður mun birtast á vefsíðu Viðskiptablaðsins og bera yfirskriftina Staðreyndavogin.

Fleiri greinar úr Staðreyndavoginni: