Fyrirtækin Johan Rönning, Bernhard og Sæmark eru fyrirtæki ársins 2012. Johan Rönning hlaut hæstu einkunn í hópi stærri fyrirtækja , bílaumboðið Bernhard í hópi meðalstórra og fiskútflutningsfyrirtækið Sæmark í hópi minni fyrirtækja.

Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Nordica-Hilton hótelinu í dag. VR leggur árlega nafnlausa spurningakönnun fyrir ríflega 20.000 starfsmenn íslenskra fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem fá bestu einkunn samanlagt, fyrir þá þætti sem spurt er um, hljóta útnefninguna „Fyrirtæki ársins“. Að þessu sinni setti Johan Rönning met í flokki stærri fyrirtækja með einkunnina 4,614. Þau hlaut Sæmark hæstu einkunn sem gefin hefur verið frá upphafi eða 4,97. Hæsta mögulega einkunn er 5.

Þetta er í 15. sinn sem VR velur fyrirtæki ársins.

Af öðrum niðurstöðum könnunarinnar má nefna að starfsumhverfi fólks virðist hafa batnað frá síðustu könnun og fagna 80%- 90% svarenda sveigjanleika í starfi, vellíðan á vinnustað og starfsöryggi.

Launakjör fá lægstu einkunn líkt og áður hefur verið. Ánægja með launakjör er þó meiri í litlum fyrirtækjum en stærri; 53% starfsmanna í minnstu fyrirtækjunum eru nokkuð sátt við launakjör en aðeins 37% í stærri fyrirtækjum (50 starfsmenn eða fleiri). Karlar eru ánægðari með laun sín en konur.

Þá hefur ímynd fyrirtækja batnað lítillega en niðurstöður úr þeim hluta könnunarinnar hafa sveiflast töluvert milli ára eftir hrunið 2008. Starfsmenn á almennum vinnumarkaði gefa hærri einkunnir fyrir alla þætti en starfsmenn hjá hinu opinbera og er munurinn oft umtalsverður.

Könnunin var gerð í febrúar og mars og var svarhlutfall 47%.

Sérstakur Saksóknari
Sérstakur Saksóknari
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sérstakur saksóknari var valinn besta fyrirtækið. Hér tekur Ólafur Þór Hauksson við viðurkenningunni.