Fyrirtæki greiða 3,81% af launum í atvinnuleysistryggingasjóð og hefur sú upphæð hækkkað úr 0,65% af launum þar til um mitt ár 2009 þegar þessi upphæð hækkaði í 2,21% og svo aftur um áramótin 2009 og 2010. Samtals hafa því verið greiddir rúmlega 30 milljarðar í atvinnuleysisbætur á árinu.

Samtök atvinnulífsins hafa mótmælt þessu háa tryggingagjaldi á fyrirtæki og vilja lækka hlutfallið sem þarf að greiða.

Eitt fyrirtæki hefur þó ákveðið að taka málin í sínar hendur og segir Arnar Freyr Ólafsson, framkvæmdastjóri Stepps/ Parkets í raun hafa tekið Helga í Góu á orðinu þegar hann nefndi að öll fyrirtæki ættu að ráða a.m.k. einn atvinnulausan einstakling og spara þannig ríkinu stórfé á komandi árum en Stepp/Parket og Gólf hafa ráðið til sín þrjá starfsmenn af atvinnuleysisbótum.