Sala nýrra bíla í nóvember jókst um 38% samanborið við sama mánuð í fyrra. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins og framkvæmdastjóri Öskju, segir að þrátt fyrir þetta hafi salan verið minni en í nóvember fyrir tveimur árum, árið 2012. Hann segist ekki finna fyrir sérstakri aukningu í sölu bíla vegna skuldaaðgerða ríkisstjórnarinnar.

Fyrstu ellefu mánuði ársins hafa 9.133 fólksbílar verið skráðir sem er 30% aukning samanborið við sama tíma í fyrra.

"Í þessum samanburði verður að hafa í huga að árið 2013 var eitt erfiðasta ár í bílasölu frá hruni," segir Jón Trausti. "Það er nefnilega þannig að bílasala er mjög viðkvæm fyrir óvissu í efnahagsmálum. Árið 2013 var kosningaár og fljótlega komust skuldaleiðréttingarmálin í umræðuna og fólk var því mjög hikandi að gera nokkuð fyrr en þau mál kæmust meðal annars á hreint."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Með blaðinu fylgir einnig sérblað um bíla. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Gjaldeyrishöftin stóðu í Promens.
  • Risamál gegn stóru bönkunum og Íbúðalánasjóði.
  • Umhverfisvænasta stóriðjan.
  • Nýr einkafjármagnssjóður fjárfestir í neytendavörum.
  • Álag og framlag lækna aukast ekki í takt. Fjallað er um málið í úttekt blaðsins.
  • Viðskiptaþvinganir gegn Rússum veikja sjávarútveg.
  • Aldrei hafa verið fleiri ferðamenn á Íslandi í nóvember en í ár.
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir nýsköpun vera framtíðina í ítarlegu viðtali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, Týr fjallar um náttúrupassann og Óðinn skrifar um hrun rússnesku rúblunnar.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira