*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 10. janúar 2017 19:30

Fyrirtæki fyrir 25 ára

Fyrirtækið sem stóð fyrir Burj Khalifa hefur stofnað fyrirtækið e25 og ætlar sér einungis að ráða 25 einstaklinga sem eru yngri en 25 ára.

Ritstjórn

Emaar, stærsta fasteignafélag Dubai hefur stofnað nýtt fyrirtæki sem hefur vakið mikla athygli. Fyrirtækið heitir e25 og mun koma til með að ráða 25 einstaklinga sem eru yngri en 25 ára.

Samkvæmt CNN Tech hafa fulltrúar Emaar ekki viljað tjá sig um tilsett markmið og hugmyndirnar á bak við e25. Aftur á móti er búið að opna fyrir umsóknir á netinu og því hægt að mynda sér skoðun á þessu nýja félagi.

Leitast er eftir því að ráða einstaklinga sem hafa staðið sig vel í námi, hafa sýnt fram á leiðtogahæfni og jafnvel stofnað sprotafyrirtæki. Umsækjendur þurfa einnig að skrifa um framtíðarsýn Emaar og þeirra áhrifa sem e25 á að hafa á móðurfélagið.

Burj Khalifa, hæsti turn heims, er eitt þekktasta verkefni sem Emaar hefur sinnt. Mohamed Alabbar, stjórnarformaður Emaar, hefur þó verið að snúa sér að öðrum verkefnum og virðist hafa sérstakan áhuga á tækni og nýsköpun.

Stikkorð: Fasteignir Dubai e25