*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 15. október 2014 15:49

Fyrirtæki gætu átt bótakröfu á skipafélög

Félag atvinnurekenda telur ásakanir á hendur stjórnendum Eimskips og Samskipa mjög alvarlegar.

Ritstjórn
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Haraldur Guðjónsson

„Félag atvinnurekenda hvetur félagsmenn sína til að fylgjast vel með þessu máli og að leita tilboða í flutninga sína til að sannreyna að samráð sé ekki fyrir hendi og samkeppni sé virk,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Félagið telur ásakanir á hendur stjórnendum og starfsmönnum Eimskips og Samskipa, sem fram koma í kæru Samkeppniseftirlitsins til sérstaks saksóknara, mjög alvarlegar.

Mörg aðildarfyrirtæki félagsins eru stórir viðskiptavinir skipafélaganna. Félagið kveðst lengi hafa verið þeirrar skoðunar að talsvert vantaði upp á virka samkeppni á sjóflutningamarkaðnum. Sannist þær ásakanir, sem Samkeppniseftirlitið ber á skipafélögin, sé ljóst að mörg fyrirtæki muni eiga skaðabótakröfu á þau.