Fyrirtæki sem ætla að sporna gegn því að að viðskiptavinir þeirra gefi þeim umsögn og stjörnugjöf eru á villigötum.

Þetta segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.is, í aðsendri grein í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Hún bendir að ástæðan fyrir þessu sé sú að umræðan eigi sér þegar stað á Netinu.

Já.is rekur umsagnarvefinn Stjörnur.is og hafa neytendur gefið yfir sjö hundruð fyrirtækjum og þjónustuaðilum stjörnum og skrifað umsagnir um þau.

Grein Sigríðar má lesa hér