Launahækkanir sem samrýmast ekki stöðugu verðlagi munu ekki leiðta til varanlegrar kaupmáttaraukning. Leita verður leiða til þess að bæta kaupmátt með öðrum hætti en hefðbundnum launahækkunum, að mati hagfræðideildar Landsbankans. Í Hagsjá deildarinnar er m.a. fjallað um ríkisstjórnarskiptin, atvinnuleysi og þær nýju aðferðir og áherslur sem boðaðar hafa verið verið gert kjarasamninga næsta vetur. Hagfræðideildin segir launa- og kaupmáttarþróun skipta ekki minna máli en aukin atvinna á næstu árum og bendir á að líta þurfi þónokkur ár aftur í tímann til að finna lægri kaupmátt og nú. Á sama tíma segir hagfræðideildin að staðan í atvinnulífinu er með þeim hætti að flest fyrirtæki, sérstaklega þau sem ekki eru í útflutningsgreinum, standa tæplega undir miklum launahækkunum.

Rifjað er upp að kjarasamningar renna út í lok nóvember og undirbúningur samningaviðræðna þegar hafinn.

Í Hagsjánni segir:

„Staðan til almennra kjarabóta og aukningar kaupmáttar er erfið. Framleiðniaukning í hagkerfinu er tiltölulega lítil og launakostnaður á framleidda einingu hækkar mun meira um þessar mundir en nemur opinberu verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Það bendir m.ö.o. til þess að launahækkanir sem samrýmast ekki stöðugu verðlagi munu ekki leiða til varanlegrar kaupmáttaraukningar.“