Íslensk fyrirtæki notuðu 71% af heildarvatnsnotkun á Íslandi árið 2015. Vatnsnotkun fyrirtækja var um 198 milljónir rúmmetra árið 2015. Reiknuð heildarúrkoma á landinu árið 2015 var 174.485 milljónir rúmmetra sem reiknast sem um 1.917 mm úrkoma að meðaltali að landsvísu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar .

„Vatnsnotkun árið 2015 var um 280 milljónir rúmmetra en var 275 milljónir rúmmetra árið 2014, þar af var 92,8% af neysluvatni fengið úr grunnvatni en 6,8% voru yfirborðsvatn. Vatnsnotkun fyrirtækja var um 198 milljónir rúmmetra árið 2015, 71% af heildarvatnsnotkun, þar af voru hæstar notkunartölur hjá fyrirtækjum í fiskeldi og hjá jarðvarmavirkjunum. Um 77 milljónir rúmmetra af vatni voru nýttar í þéttbýli árið 2015,“ segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.