*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 11. nóvember 2013 12:06

Fyrirtæki Sigurþórs kaupir útgáfu Reykjavík City Guide

Útgáfa á mörgum ferðatímaritum er komin undir einn hatt.

Jón Aðalsteinn Bergsvein

Útgáfufélagið What's On og MyDestination Reykjavik hefur keypt rekstur Reykjavik City Guide. Kaupverð er trúnaðarmál. Erna D Haraldsdóttir, einn eigenda Markhönnunar, hefur gefið Reykjavik City Guide út til þessa.

Reykjavík City Guide er einn allra öflugasti upplýsingamiðill sem gefinn er út árlega fyrir stór-Reykjavíkursvæðið. Útgáfunni á Reykjavik City Guide fylgir Akureyri City Guide og Christmas Guide. Fyrr á þessu ári keytpi MyDestination Reykjavík What's on in Reykjavík af útgáfufélaginu Heimi. 

„Með þessu teljum við okkur geta dekkað stóran hóp af ferðamönnum sem koma árlega til Íslands en á næsta ári áætlum við að vera með um 400.000 eintök í prent bæði What´s On, Reykjavík City Guide og MyDestination Reykjavík Flybus blað,“ segir Sigþór Marteinn, framkvæmdastjóri og eigandi útgáfu- og vefmiðlafyrirtækisins My Destination Reykjavík.