Nokkur íslensk fyrirtæki hafa áhuga á tvöfaldri skráningu á hlutabréfamarkað hér og í Stokkhólmi eða í Ósló í Noregi. Þetta segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Beringer Finance á Íslandi. Rætt er við Jón í Morgunblaðinu í dag. Jónmundur tekur Advania sem dæmi um fyrirtæki sem leiti leiða til að sækja fram erlendis.

Beringer Finance hef­ur sér­hæft sig í að aðstoða ís­lensk fyr­ir­tæki við að koma sér á fram­færi er­lend­is og kynna fjár­fest­ing­ar­kosti hér á landi fyr­ir er­lend­um fjár­fest­um.

Jónmundur segir bæði um að ræða fyr­ir­tæki sem þegar eru skráð á hluta­bréfa­markað hér á landi og einnig fyr­ir­tæki sem ekki eru í Kaup­höll­inni en hafa hug á skrán­ingu.

Fjallað er um Advania í Viðskiptablaðinu í dag en þar rætt við Gest G. Gestsson , forstjóra fyrirtækisins, í viðtali vikunnar.