„Það er kannski eðli manna, og ekki síst stjórnenda, að vera bjartsýnir. Á hverjum tíma telja menn ástandið slæmt en sjá fram á betri tíð.“ Segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um niðurstöður könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. "Það er þannig núna að svartsýnismönnum fækkar en í staðinn telja þeir ástandið verða óbreytt. Þeim bjartsýnu fjölgar ekki."

Könnunin er gerð á vegum SA og Seðlabankans ársfjórðungslega en að þessu sinni svöruðu 250 fyrirtæki af þeim 406 sem voru í úrtakinu.

Meðal þess sem mælt er í könnunni er vísitala efnahagslífs sem sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hannes segir línuritið segja dapurlega sögu þar sem sjái megi að menn voni sífellt að rætast fari úr ástandinu en það hafi enn ekki gerst.

Vísitala efnahagslífsins
Vísitala efnahagslífsins

Nánar er fjallað um niðurstöður könnunarinnar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.