Fyrirtæki sækja ekki í lán hjá bönkunum vegna nýrra verkefna og fjárfestingar. Lánin eru fremur í formi yfirdráttarlána sem nýtast til að jafna út sveiflur í rekstri. Þetta segir Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion Banka. Hún bendir á að fjárfesting hér í fyrra hafi verið álíka mikil sem hlutfall af landsframleiðslu og fyrir 70 árum.

Björk Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka
Björk Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Á fundi Samtaka atvinnulífsins um stöðu efnahagsmála og leiðir til betri lífskjara sem nú fer fram í Hörpu benti Björk á að Arion Banki og Landsbankinn búi yfir meiru eigin fé en sambærilegir bankar í öðrum löndum. Geta þeirra til lánveitinga væri því umtalsverð. Styrkurinn nýtist hins vegar ekki þar sem eftirspurn eftirr lánum til nýrra verkefna eða fjárfestinga sé takmörkuð. Eftirspurn sé meiri eftir tímabundnum lánum á borð við yfirdráttarlán.