„Mjög skuldug fyrirtæki hafa verið svo háð lánardrottnum sínum að líta verður svo á að bankarnir ráði yfir þeim. Í framhaldinu ákváðum við að að athuga hvort þessi ítök bankanna hafi leitt til skekktrar samkeppnisstöðu í fyrirtækjaráðgjöf,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Stofnunin rannsakar nú hvernig stóru bankarnir þrír, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki, haga fyrirtækjaráðgjöf sinni. Einkum er skoðað hvort ítök bankanna í mjög skuldugum fyrirtækjum hafi verið notuð til að tryggja fyrirtækjaráðgjöfum bankanna verkefni sem geti verið ábatasöm fyrir bankana.

Samkeppniseftirlitið sendi 15 fyrirtækjum bréf í sumar þar sem þau voru beðin um að veita upplýsingar sem snúa m.a. að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Þrotabúin kannast ekki við 33 milljarða úttekt á gjaldeyri
  • Íslendingar standa sjálfir í vegi fyrir samkeppni í raforku
  • Veltutölur sýna að atvinnulífið tekur við sér
  • Kafað í gjaldmiðlaskýrslu Seðlabankans
  • Gjaldþrotahrinunni að lægja - nema á Suðurnesjum
  • Uppgjör Icelandair Group og dótturfélaga krufin til mergjar
  • Fjársýsluskatturinn er aðför að hópi launþega en skilar litlu
  • Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka, í ítarlegu viðtali
  • Ísland kemur illa út á frelsiskortinu
  • Nýr bjór á leið í glösin
  • Nýtt fyrirtæki brúar bilið á milli skapandi greina og ferðaþjónustu
  • Nærmynd af Ólöfu Nordal, sem kveður stjórnmálin í haust
  • Monsters of Men vinsæl í auglýsingum vestanhafs
  • Óðinn skrifar um það hvernig skuldir geta af sér kreppu
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um Björn Zoega
  • Og margt, margt fleira.