Komandi ríkisstjórn Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna hyggst framkvæma stærstu breytingu á skattkerfi landsins síðan á tímum Reagans, að sögn Steven Mnuchin sem Trump hefur valið sem fjármálaráðherra.

Steven staðfestir í samtali við FT að Donald Trump hafi valið sig í embættið, líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um , en hann trúir því að hagkerfi landsins geti náð 3 til 4% hagvexti. Staðfestir hann jafnframt kosningaloforð um að lækka fyrirtækjaskatta úr 35% niður í 15%.

Minni leiðir til skattalegs frádráttar

„Með því að lækka fyrirtækjaskatta, munum við ýta undir gríðarlegan efnahagslegan hagvöxt og við munum auka tekjur almennings,“ sagði Mnuchin í viðtali við CNBC.

„Til að ná því, þá er fyrsta mál í forgangsröðun okkar að gera endurbætur á skattkerfinu. Þetta verða stærstu skattkerfisbreytingar síðan á tímum Reagan.“

Sagði hann að lækkun skatta á hátekjuhópa myndi jafnast út á móti því að færri tækifæri yrðu skattalegs frádráttar.