Frá og með deginum í dag verður hæsti fyrirtækjaskattur heims í Bandaríkjunum.

Sem stendur er hæsta skattinn að finna í Japan en þar er 39,8% skattur lagður á fyrirtæki þegar allt er talið.

Í dag verður þetta hlutfall lækkað í 36,8%. Það þýðir að Bandaríkin, sem leggja nú samtals 39,2% skatt á fyrirtæki, munu verma fyrsta sætið á þessum lítt vinsæla lista.

Skattprósentan segir þó ekki alla söguna þar í landi enda ýmsar undanþágur í boði fyrir fjölda ólíkra fyrirtækja. Að teknu tilliti til slíkra undanþága er áætlað að skattahlutfall á fyrirtækin sé um 29,2%.