Alls voru 1.942 félög nýskráð á síðustu tól mánuðum. Þetta er 9% aukning á milli ára. Nýskráningar eru flestar á sviði fjármála- og vátryggingarstarfsemi en þau voru 325 talsins, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Á sama tíma voru 926 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Þar er 6% færri fyrirtæki en ári áður. Flest gjaldþrotin voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 186 talsins, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.