Boðað hefur verið til þinghalds 31. janúar nk. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í málaferlum á milli byggingafyrirtækisins Eyktar og fasteignafélagsins 101 Skuggahverfis vegna háhýsa ofan við Skúlagötu, þar sem kröfur og gagnkröfur eru samtals á þriðja hundrað milljón króna.

Eykt höfðaði mál á hendur 101 Skuggahverfi síðari hluta maí 2006 og gagnstefndi 101 Skuggahverfi Eykt um mánuði síðar ásamt því að krefjast sýknu af kröfum Eyktar.

Málshöfðun Eyktar laut m.a. að töfum á verki og framlengingu á verktíma. Gerir fyrirtækið til dæmis kröfu um að 101 Skuggahverfi greiði reikninga sem eru að höfuðstóli 136 milljónir króna og að veðtrygging verði felld niður.

Gagnkröfur 101 Skuggahverfis eru upp á svipaða fjárhæð og snúast m.a. um skaðabætur vegna tafa á verkskilum, ógreidda reikninga og margvíslega galla á framkvæmdinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .