Breska ríkið hyggst veita fyrirtækjum sem ráða til sín fólk sem hefur verið atvinnulaust í meira en 6 mánuði 2.500 pund. Er þetta liður í aðgerðum ríkisins gegn atvinnuleysi. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu.

Búist er við að atvinnlausum fjölgi mikið á þessu ári í Bretlandi, og gert ráð fyrir að 3 milljónir einstaklinga verði atvinnulausir í lok árs. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkið aðgerðir til að fjölga lærlingum um 35.000 til þess að tryggja að nemar sem fá ekki vinnu, fái nauðsynlega þjálfun.

Breskir ráðherrar koma saman í dag til að fjalla um vinnumarkaðinn, ásamt aðilum úr atvinnulífinu.