Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tala fyrir stjórnarfrumvarpi í dag sem er ætlað að bregðast tímabundið við greiðsluerfiðleikum fyrirtækja vegna þess samdráttar sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi. Um er að ræða nokkurs konar greiðsluaðlögun fyrir atvinnulífið þar sem fyrirtækjum verður gert kleift að dreifa gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalds samkvæmt greinargerð frumvarpsins.

Með frumvarpinu er lagt til að vegna uppgjörstímabilanna janúar og febrúar annars vegar og mars og apríl hins vegar verði á árinu 2010 hefðbundnum gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda, sbr. ákvæði laga þar um, dreift á tvo gjalddaga í stað eins. Þetta tímabundna fyrirkomulag kallar á breytingar, í formi ákvæða til bráðabirgða, á tollalögum, lögum um vörugjald og lögum um virðisaukaskatt.

Greiðsluaðlögun af þessu tagi var samþykkt í fyrra en gilti einungis fyrir árið 2009.