Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segist hafa áhyggjur af því að málefni Heklu innan Kaupþings verði ekki unnin opin og gagnsætt.

Kaupþing yfirtók bílaumboðið Heklu um miðjan mánuðinn vegna skulda sem félagið réð ekki við. Ekki hefur verið gengið frá því innan bankans hvernig farið verður með félagið, segir framkvæmdastjóri bílasviðs Heklu, Sverrir Viðar Hauksson.

Yfirtakan sé þó skref í þá átt að tryggja áframhaldandi rekstur, starfsfólkinu vinnu og viðskiptavinunum þjónustu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .