Tæplega sex af hverjum tíu aðildarfyrirtækjum SA fækkuðu ekki starfsmönnum á síðasta ári þrátt fyrir versnandi rekstrarhorfur.

Tæp 18% fyrirtækjanna brugðu á það ráð að breyta fullum störfum í hlutastörf til þess að forðast uppsagnir og um 18% gripu til launalækkana til að tryggja áframhaldandi rekstur.

Þetta kemur fram í nýrri könnun SA á atvinnuhorfum meðal fyrirtækjanna sem birt er á vef samtakanna í dag.

Þar kemur fram að ríflega helmingur aðildarfyrirtækja hyggst halda óbreyttum starfsmannafjölda á næstu mánuðum en fram kemur í athugasemdum svarenda að þrek margra fyrirtækja dvínar ört.

Í könnuninni kemur skýrt fram að stjórnendur fyrirtækja telja að lækka verði vexti fljótt  svo fyrirtækin í landinu geti starfað áfram og koma verði bankaþjónustu í eðlilegt horf á nýjan leik ásamt því að gjaldeyrishöft verði afnumin.

Sjá nánar á vef SA .