Flugfélagið Icelandair hefur flutt til Íslands breiðþotu af gerðinni Boeing 767-300, en hún lenti á Keflavíkuflugvelli um hádegisbilið í gær. Er þetta fyrri þotan af tveimur sem Icelandair ætlar að bæta við flugvélaflotann. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu .

Þotan er með tvo ganga milli þriggja sætaraða og getur tekið um 260 farþega. Hún er því stærsta flugvél Icelandair. Þotan er 15 ára gömul og var áður í notkun rússneska flugfélagsins Nordwind Airlines.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Morgunblaðið að þotan verði tekin í notkun næsta vor. Hún verði gerð tilbúin í vetur þar sem skipt verður um innréttingar, sæti og annað búnað í vélinni. Hugsanlega verði hún leigð út í tilfallandi leiguverkefni í vetur.