Allir sakborningar í máli slitastjórnar Glitnis gegn fyrrverandi eigendum bankans og stjórnendum hans, sem sótt er í New York, hafa farið fram á að málinu verðið vísað frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kim Landsman, einum af lögfræðingum sjömenninganna í New York. Landsman vinnur hjá lögfræðistofunni Patterson Belknap Webb & Tyler LLP.

Í tilkynningunni segir að hinir ákærðu neiti ásökunum og telja að málið eigi ekki að fara fyrir dómara í New York því tengsl við New York séu engin. Rök sem lögð eru fram fyrir frávísun málsins eru að allir sem við koma málinu séu íslenskir, ásakanir snúi að brotum gegn íslenskum lögum, allar framkvæmdir sem snúa að Glitni hafi átt sér stað á Íslandi og að vitni séu íslensk.

Þeir sem ákærðir eru ítreka að þau telji dómsmálið ekki eiga rétt á sér, það eigi að fara fram fyrir íslenskum dómstólum og að þau séu með glöðu geði tilbúin að verja sig þar (e. look forward to defending themselves in their and Glitnir's native country). Óskiljanlegt sé að Glitnir skuli vera ósámmála því að málið eigi heima á Íslandi.