Breska smásölukeðjan Julian Graves hefur verið tekin til gjaldþrotameðferðar. Félagið sérhæfir sig í sölu heilsufæðis. Óvissa ríkir um framhaldið en starfsmenn eru um 755 talsins og verslanirnar alls 189. Telegraph greinir frá málinu.

Rekstur félagsins hefur gengið erfiðlega allt frá árinu 2008 og hefur ekki skilað hagnaði síðustu fjögur ár. Árlegt tap frá árinu 2008 nemur að jafnaði um 2 milljónum punda. Fram að þeim tíma var Julian Graves í eigu Baugs. Það var þá selt Holland and Barrett, fyrirtæki sem framleiðir vítamín.