*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 17. mars 2017 14:49

Fyrrum fjármálaráðherra verður ritstjóri

George Osborne, fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, tekur við nýju starfi, sem ritstjóri blaðsins London Evening Standard.

Ritstjórn
epa

George Osborne, fyrrum fjármálaráðherra Bretlands, er kominn með nýtt starf; sem ritstjóri blaðsins London Evening Standard. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Osborne verður þó enn þingmaður á breska þinginu, þrátt fyrir að hafa tekið að sér nýtt starf á vettvangi blaðamennsku. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði ráðninguna „hálfgert grín“ og kallaði eftir kosningu í kjördæmi Osborne.

Eigandi London Evening Standard, fyrrum KGB njósnarinn og milljarðamæringurinn Evgeny Lebedev, sagði að Osborne væri holdgervingur Lundúna og væri meira en hæfur að fylla í fótspor fráfarandi ritstjóra, Söruh Sands.