Göran Pers­son, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, er nýr stjórnar­for­maður Swed­bank en hann var kjörinn í stjórn bankans á aukaaðalfundi í morgun. Rúv greinir frá. Pers­son  er ætlað að reisa bankann við eftir að upp komst að þar voru stunduð umfangsmikil fjármálabrot.

Þau Bo Magnus­son og Josefin Lind­strand voru einnig kjörin í stjórn bankans. Hlut­verk nýrrar stjórnar er að finna næsta for­stjóra bankans og kveðst Pers­son búast við því að slík á­kvörðun liggi fyrir í haust.