Gunnar Sigurðsson
Gunnar Sigurðsson
© BIG (VB MYND/BIG)
Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs Group , hefur farið úr stjórn verslunarkeðjunnar Iceland Food. Sunday Telegraph greinir frá þessu.

Að sögn blaðsins tók Lárentsínus Kristjánsson formaður skilanefndar gamla Landsbankans sætið. Skilanefnd Landsbankans á 67% hlut í Iceland og stofnandi félagsins, Malcolm Walker, á 23%.

Lárentsínus Kristjánsson.
Lárentsínus Kristjánsson.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)

Walker hyggst bjóða í hlutinn en söluferli Iceland hefst í september. Walker hefur verið að leita að láni til að kaupa hlut skilanefndarinnar, en hann hefur forkaupsrétt að hlutum skilanefndarinnar. Fleiri hafa sýnt áhuga á Iceland og má þar nefna matvörukeðjunar Morrisons, Asda, Cooperative og Sainsbury.

Iceland
Iceland
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)