Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, hefur verið sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum er varðar framleiðslu og markaðssetningu á sauðfjárafurðum. Sveini var gefið að sök að hafa selt afurður úr heimaslátrun voru á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018.

Ákærða var gefið að sök að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað var utan löggilts sláturhúss. „Ákæruvaldið telur að rannsókn Matvælastofnunar og lögreglu sanni svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um brot þau sem honum eru gefin að sök. Ákærði neitar sök og reisir kröfu sína um sýknu aðallega á því að háttsemi sú sem lýst er í ákæru varði ekki við þau lagaákvæði sem í ákæru greinir og því taki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært er fyrir. Jafnframt byggir ákærði á því að háttsemi sú sem hann er sakaður um sé ósönnuð,“ segir í dóminum. Ákærði telur að háttsemi sú sem hann er sakaður um sé ósönnuð.

Óumdeilt er að aðstaðan þar sem tíu lömbum var slátrað var ekki löggilt sláturhús en gögn málsins bentu til að þar hafi verið til staðar tímabundið leyfi til kjötvinnslu. Að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi er í lögum um matvæli ekki lýst refsiverð. „Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómnum.

Í nóvember 2018 fór Matvælastofnun (Mast) á leit við lögreglu að hafin yrði rannsókn, á meintu broti er varða framleiðslu og markaðssetningu á sauðfjárafurðum. Sveinn var þá forstjóri Matís en var gert að segja upp stuttu síðar.

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Aðalmeðferð í málinu fór fram í september síðastliðnum og krafðist ákæruvaldið að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn er talinn sýknaður og greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði.