Rajat Gupta, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Goldman Sachs, hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa veitt vogunarsjóðsstjóranum Raj Rajaratnam óleglegar innherjaupplýsingar. Fréttastofa BBC greinir frá.

Rajaratnam var nýlega dæmdur til 11 ára fangelsisvistar vegna innherjaviðskipta. Lögmaður Gupta segir að hann hafi ekki gerst brotlegur við lög.