© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Ákæra á hendur Viggó Þórissyni, fyrrum framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu Sparisjóðanna (VSP), hefur verið gefin út. Hann er ákærur fyrir stórfelld umboðssvik og tilraun til fjársvika, að því er Pressan greinir frá. Ákæran var gefin út þann 9. júní en málið hefur verið til rannsóknar í fjögur ár. Viggó var úrskurðaður í farbann í apríl 2007 og gilti alt þar til í mars 2009.

Viggó er gefið að sök að hafa falsað yfirlýsingu að andvirði 15 milljarða króna vegna ábyrgðar á skuldabréfaútboði félagsins Napis inc. í kauphöllinni í Guernesey. Reynt var að taka lán út á ábyrgðaryfirlýsinguna í Filipseyjum, Betlandi og víðar. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma, meðal annars í 24 Stundum í september 2008. Viggó var skráður framkvæmdastjóri Napis og eigandi 25% hlutafjár í félaginu.

Málefni VSP komust í hámæli vorið 2007 þegar forráðamenn VSP tilkynntu saksóknara efnahagsbrota um ætlaða refsiverða háttsemi framkvæmdastjórans þar sem grunur lék á að hann hafi falsað eða rangfært skjöl sem áttu að vera frá VSP, en voru það ekki. Í hinum fölsuðu skjölum var meðal annars yfirlýsing um að 200 milljónir dala væru í vörslu VSP á tilteknum bankareikning. Innistæðuna skyldi síðan greiða þeim aðila sem framvísar skjalið á gjalddaga, sem var í árslok 2009. Sérstaklega var tekið fram að skjalið megi framselja og það notast sem ábyrgð fyrir lánveitingum. Reynt var að fá lán út á skjalið hjá Bank of Scotland í Bretlandi og í Manilla á Fillipseyjum.