Alisher Burkhanovich Usmanov er ríkasti maður Bretlands. Þetta kemur fram í Sunday Times í morgun.

Auðæfi Usmanov nema að sögn blaðsins  13,3 milljörðum punda, um 2.400 milljörðum króna.

Usmanov er 59 ára og rússneskur að uppruna. Helsta eign hans er málmvinnslufyrirtækið Metalloinvest í Rússlandi en meðal eigna hans í Bretlandi er 30 prósenta hlutur í knattspyrnufélaginu Arsenal.

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes mat Usmanow ríkasta Rússann árið 2011. Usmanov var hluthafi í Kaupþingi banka og átti um 300 milljarða hlut að markaðsverði í bankanum þegar hann féll. Hluturinn var að stærstum fenginn að láni hluta frá bankanum sjálfum.

Breti nær aðeins sjöunda sæti listans

Næstur á listanum er einnig Rússi, Len Blavatnik að nafni Eignir hans eru metnar á 11 milljarða punda, tæplega 2.000 milljarða króna. Blavatnik á meðal annars Warner Music.

Ríkasti Bretinn er Gerald Grosvenor en hann er aðeins í 7 sæti listans. Eignir hans eru metnar á 7,35 milljarða punda, um um 1.300 milljarða króna. Grosvenor hefur aðallega fjárfest í fasteignum og á gríðarlegar eignir í Oxford, Skotlandi og Mayfair hverfinu í London.