*

sunnudagur, 26. september 2021
Erlent 29. júlí 2021 08:29

Fyrrum kennari tapaði 15 milljörðum

Stofnandi Gaotu Techedu hefur tapað um 15 milljörðum dollara í kjölfar ákvörðunar Beijing um að kennslufyrirtæki skuli rekin án hagnaðar.

Snær Snæbjörnsson
Xi Jinping, forseti Kína.
epa

Larry Chen, sem starfaði áður sem grunnskólakennari en er nú framkvæmdastjóri fyrirtækis sem þróar kennsluhugbúnað, hefur tapað 15 milljörðum dollara, um 1.885 milljörðum króna, frá því í júní á þessu ári og eru auðæfi hans nú metin á 235 milljónir. Yahoo Finance greinir frá.

Sjá einnig: Kínversk hlutabréf í frjálsu falli 

Chen sem var á tímapunkti meðal ríkustu manna heims er stofnandi, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Gaotu Techedu Inc. Síðan á föstudaginn hefur hlutabréfagengi fyrirtækisins fallið um 70%, í kjölfar ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að öll kennslufyrirtæki skulu rekin án hagnaðar. Á sex mánaða tímabili hafa hlutabréf félagsins fallið um 96,6% í verði. 

Ný reglugerð kínverskra stjórnvalda bannar kennslufyrirtækjum með skólanámskrá að vera rekin með hagnaði, skráð á markaði eða sækja fjármagn. 

Síðastliðinn laugardag staðfesti Chen á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo að fyrirtækið myndi fylgja reglugerð stjórnvalda og uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð.