Saksóknari Kaliforníufylkis hefur gefið út ákæru á hendur fyrrum stjórnarformanni tölvufyrirtækisins Hewlett-Packard, Patriciu Dunn, ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtækisins, segir í frétt Dow Jones.

Dunn réð til sín utanaðkomandi aðila til að rannsaka meintan leka innan stjórnar fyrirtækisins til fjölmiðla. Við þá rannsókn viltu aðilar á hennar vegum á sér heimildir og stunduðu ólöglegar símhleranir.

Allir aðilar málsins eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og tíu þúsund dala sekt. Talið er að málið verði sótt grimmilega í kjölfar áberandi hneyksla innan viðskiptalífsins í Bandaríkjunum að undanförnu.