Bandaríska fjármálaeftirlitið sakar Raj Gupta, fyrrum stjórnarmann fjárfestingabankans Goldman Sachs, um innherjasvik. Talið er að hann hafi lekið upplýsingum um fjárfestingabankann til fjárfestis að nafn Raj Rajatartnam sem stýrir vogunarsjóðinum Galleon.

Vogunarsjóðurinn nýtti upplýsingarnar til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í bankanum, að því er fjármálaeftirlitið telur. Rajaratna hefur áður verið sakaður um innherjaviðskipti tengdum öðrum fyrirtækjum.