Fjörutíu fyrrverandi starfsmenn Baugs skulda samtals meira einn milljarð króna vegna lána sem þeir tóku til að eignast hlut í félaginu sem nú er gjaldþrota.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Þar kom jafnframt fram að á morgun veður ákveðið hvort ráðist verður í innheimtu lánanna eða ekki en starfsmennirnir eru allir í persónulegum ábyrgðum.

Þá kom jafnframt fram að um helmingur starfsmannanna 40 eru útlendingar. Starfsmennirnir tóku mishá lán en miðað við heildarupphæðina skuldar hver og einn starfsmaður að meðaltali 25 milljónir króna að sögn RÚV.

Stærstu skuldararnir eru Jón Ásgeir Jóhannesson, Gunnar Sigurðsson, fyrrv. forstjóri Baugs og Stefán Hilmarsson, fyrrv. fjármálastjóri Baugs en ríflega helmingur heildarfjárhæðarinnar er vegna kauprétta sem þeir slógu lán fyrir.