Björgólfur Thor Björgólfsson, einn stærsti hluthafi í búlgarska bankanum Economic and Investment Bank (EIBank) hefur boðið Krassimir Katev, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra landsins, að gerast meðlimur í stjórn bankans, segja búlgarskir fjölmiðlar.

Katev staðfesti þetta í samtali við búlgarska fjölmiðilinn Dnevnik og mun hann verða fulltrúi Björgólfs Thors í stjórninni.

Björgólfur Thor tryggði sér 34% hlut í EIBank í síðustu viku og talið er að hann hafi áhuga á því að auka hlutinn í 50% á næsta ári.