Guðmundur Rúnar Árnason, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og fyrrverandi bæjarstjóri, hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og flytur hann ásamt konu sinni og yngstu tveimur dætrum þeirra til Malaví í Afríku í næsta mánuði. Guðmundur tók við bæjarstjórastólnum af Lúðvík Geirssyni í júlí fyrir tveimur árum en hætti nýverið.

Haft er eftir Guðmundi í tilkynningu frá Þróunarsamvinnustofninni, að gamallt draumur þeirra hjóna sé að rætast.

„Við ræddum það oft á námsárunum að það væri örugglega gefandi og krefjandi að sinna störfum af þessu tagi. Þegar starfið var auglýst síðastliðið vor dró það strax að sér athygli okkar. Ég er mjög spenntur og það á við um alla fjölskylduna, " segir hann.

Meginverkefni Guðmundar Rúnar verður að styðja við héraðsstjórn Mangochi héraðs í suðurhluta Malaví þar sem Þróunarsamvinnustofnun styrkir héraðið í lýðheilsu, vatns- og menntamálum, auk stjórnsýslu.

Capacent Gallup sá um ráðningarferlið fyrir Þróunarsamvinnustofnun.