Lögmaðurinn Einar Páll Tamimi undirbýr málsókn á hendur viðskiptabanka fyrir fyrrverandi starfsmann Glitnis í máli sem lýtur að verðtryggingu húsnæðisláns. Ætlunin er að láta reyna á hvort verðtrygging húsnæðislánsins sé ólögmæt. Einar Páll er sjálfur fyrrum starfsmaður Glitnis en þar gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra lögfræði- og regluvörslusviðs. Nú starfar Einar Páll hjá Nordik lögfræðiþjónustu.

Þetta er fyrsta dæmið sem Viðskiptablaðið hefur heyrt af þar sem lögmenn og starfsmenn úr röðum íslenskra fjármálafyrirtækja koma að máli þar sem lögmæti verðtryggingar er dregið í efa.

Páll segir í samtali við blaðið málsóknina ekkert hafa með það að gera að maðurinn vann hjá Glitni.

„Hann er bara með verðtryggt húsnæðislán og ætlum við að láta reyna á það,“ segir Einar Páll.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .