Fyrrverandi bankastjóri eins stærsta banka Austurríkis, Bank Fuer Arbeit und Wirtschaft (Bawag),  hefur nú verið fangelsaður fyrir svik.

Bankastjórin, sem heitir Helmut Elsner, er 73 ára gamall og var hann dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi.

Var hann í hópi níu einstaklinga sem sakfelldir voru fyrir svik sem urðu til þess að bandaríska verðbréfafyrirtækið Refco fór á hausinn.

Hinir ákærðu voru taldir ábyrgir fyrir 1,4 milljarða evra tapi Bawag. Allir neituðu þeir sök.

Frá þessu er greint á fréttavef BBC.

Elsner var einnig dæmdur til þess að greiða 6,8 milljónir evra.