Gríska þingið hefur ákveðið að höfða sakamál gegn George Papaconstantinou, fyrrverandi fjármálaráðherra landsins, fyrir að hafa breytt lista yfir meinta gríska skattsvikara með svissneska bankareikninga.

Atkvæðagreiðslan fór fram seint aðfaranót þriðjudags eftir harðar umræður um niðurstöður rannsóknar þingsins um Lagarde-listann svokallaða. Listinn heitir eftir þáverandi fjármálaráðherra Frakklands og núverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Christine Lagarde, en listinn var unninn af frönskum stjórnvöldum.

Á honum var að finna nöfn um 2.000 efnaðra og hátt settra grikkja, þar á meðal nokkurra stjórnmálamanna. Papaconstantinou er gefið að sök að hafa fjarlægt nöfn þirggja ættinga sinna af listanum, sem hann fékk á rafrænu formi.